Nemendaráð að störfum

Í skólanum viljum við ýta undir nemendalýðræði og þátttöku nemenda í skólastarfinu almennt. Þess vegna þykir okkur mjög mikilvægt að hafa öflugt nemendaráð – sem leggur sig fram um að hlusta á alla nemendur og gefur þeim tækifæri til að tjá sig.

Í dag fóru fulltrúar nemendaráðs í heimsóknir í alla bekki og ræddu við nemendur um það sem þeir sjá og finna að megi bæta og breyta. Einnig var gaman að heyra að það er margt sem krakkarnir eru ánægðir með hér í skólanum.

Nú bíðum við spennt að heyra niðurstöðurnar frá nemendaráðinu, vonandi getum við notað punktana þeirra til að halda áfram að bæta okkur og vaxa.