Dagur stærðfræðinnar

14. mars er dagur stærðfræðinnar og hann bar upp í gær.
Nokkrir herramenn úr 9. og 10. bekk höfðu undirbúið daginn vel um nokkurn tíma og tóku hann enda með trompi!
Þeir klæddu sig upp í spariföt, mættu með heimabakaðar kökur handa bekkjarfélögum sínum og stóðu fyrir samsöng á Lofsöngnum eftir morgunbæn. Dagurinn náði svo hámarki sínu í stærðfræðikeppni grunnskólanna sem haldin var í MR, hvar einhverjir þeirra spreyttu sig með ágætum.
Sem betur fer fáum við að njóta stærðfræði flesta daga en það var gaman að brjóta þennan dag aðeins upp, staldra við og fagna stærðfræðinni eins og kærum fjölskyldumeðlim eða gömlum vini.