Samfélagsþjónustuverkefni – ADRA
Nemendur Suðurhlíðarskóla hafa tekið þátt í hjálparstarfsverkefni ADRA í ár eins og svo oft áður. Þau hafa verið að læra um Úganda og aðstæður flóttafólks þar. Þau hafa gengið hús úr húsi og safnað frjálsum framlögum til að ADRA geti enn frekar hjálpað ungu fólki á svæðinu til iðnnáms svo þau geti búið sér og fjölskyldum sínum betra líf þar sem þau búa.
Vilt þú styðja þetta verkefni?
Þú getur millifært á kt. 410169-5929, banki 130, höfuðbók 26, reikningur 005929.
Takk fyrir stuðninginn!