5. nóvember – Jól í skókassa 2025
Eins og í mörg ár viljum við taka þátt í verkefninu Jól í skókassa. Pökkunardagurinn okkar verður 5. nóvember. Foreldrar og forráðamenn hafa í gegnum árin verið duglegir að koma með gjafir til að setja í kassana. Við setjum allar gjafir sem nemendur koma með á svo kallaðan markað sem nemendur velja svo úr til að setja í sinn kassa.
Hægt er að koma með gjafir úr öllum flokkum s.s leikföng (eitthvað sem tekur ekki mikið pláss) , skóladót (blýanta, strokleður, yddara, litlar stílabækur, teiknibækur, liti, vasareiknir), hreinlætisvörur (sápustykki, þvottapoka, tannbursta, tannkrem, greiða, hárskraut), sælgæti ( sleikjó, súkkulaði, pez, karamellur, tyggjó), föt (t.d. húfa, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu. Eða nokkur stykki úr einum flokki.
Það er alltaf mikil stemning á þessum degi og skemmtilegast fyrir þau börn sem hafa fengið að leggja eitthvað af mörkum.