Íslenskuverðlaun unga fólksins

Í dag veitti bókmenntaborgin Reykjavík íslenskuverðlaun unga fólksins. Verðlaunaafhendingin fór fram í Hörpu þar sem Vigdís Finnbogadóttir heiðraði samkomuna með nærveru sinni.

Íslenskuverðlaunin er veitt nemendum í grunnskólunum í Reykjavík sem hafa skarað framúr í íslensku.

Þær Veniz og Amber voru á meðal þeirra nemenda sem heiðraðar voru í Hörpu í dag. Veniz fyrir góðan árangur í íslensku á stuttum tíma, einstakan hæfileika í orðflokkagreiningu, góðan skilning á fjölbreyttum textum og metnað í námi. Amber var sömuleiðis heiðruð fyrir góðan árangur í íslensku á stuttum tíma,  dugnað í námi og í heimalestri.

Við óskum Amber og Veniz innilega til hamingju með viðurkenninguna.