Jól í skókassa – undirbúningur hafinn

Við erum afar glöð yfir að geta tekið þátt í Jólum í skókassa á hverju ári. Nú er undirbúningurinn hafinn hér innanhúss og foreldrar og nemendur eru hvattir til að koma með vörur í skólann í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu.

Við hlökkum til að sýna ykkur myndir frá ferlinu og hvetjum ykkur öll til að taka þátt með einum eða öðrum hætti í þessu mikilvæga verkefni, Jólum í skókassa.