Mín framtíð, framhaldsskólakynning fyrir 9. og 10. bekk

Í dag fóru 9. og 10. bekkur skólans í rútuferð í Laugardalshöllina á sýninguna Mín framtíð. Mikið ofboðslega er þetta flott sýning og vel staðið að allri skipulagningu.
Allir framhaldsskólar landsins eru með bása á sýningunni sem veita innsýn í það helsta sem hver og einn þeirra hefur upp á að bjóða. Ljóst er að tilboðin fyrir unga fólkið okkar eru nánast óteljandi – stærsta vandamálið er að velja!
Skólarnir buðu upp á ýmislegt: Við tókum þátt í sipp-keppni Heilsuakademíunnar, prófuðum að spreyja bílalakki á skjá (í tölvuleik), saumuðum á iðnaðarsaumavél, fengum súkkulaði, hittum forsetann og sáum svo ótal margt spennandi.
Við þökkum kærlega fyrir okkur!