Uncategorized

20 maí'22

Meira um útikennsluvikurnar okkar

Vorið er að sumra mati besti tíminn í skólanum; fuglasöngur, sólskin, heimsóknir í skóginn og fjöruna, kveikt upp í eldstæðinu og svakaleg stemning í útileikjum í frímínútum. Hér eru nokkrar myndir í viðbót frá dásamlegu fyrri úti-vinnustofu-vikunni okkar:

Nánar
19 maí'22

Spil og spakk fellur niður í kvöld

Kæru foreldrar og vinir. Því miður fellur Spil og spakk niður í kvöld. Við hittumst bara næst í haust og spilum og borðum spaghettý saman. Kær kveðja, starfsfólk Suðurhlíðarskóla

Nánar
18 maí'22

Íþróttadagur og úti-náttúrufræði í vinnustofum

Með hækkandi hitastigi og þéttari sólargeislum (kannski smá skýjum líka…) getum við ekki á okkur setið að eyða sem mestum tíma úti. Við finnum það svo greinilega núna hvað það var sem við söknuðum mest í Covid – að geta verið öll saman úti og leikið okkur. Það er enginn áhyggjufullur lengur þó hann snerti…

Nánar
29 apr'22

Framúrskarandi stærðfræðiárangur!

Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í gær og 3 nemendur Suðurhlíðarskólans öttu þar kappi við samtals 4.153 nemendur af öllu landinu; 2.269 nemendur tóku þátt úr 8. bekkog 1.884 nemendur úr 9. bekk. Árangur skólans var vægast sagt stórkostlegur og við erum  yfirmáta stolt af stærðfræðisnillingunum okkar! Í 8. bekk náði Trausti Theódór Helgason 3.…

Nánar
08 apr'22

Unglingastigið á ferðalagi um landið með norskum vinum

Undanfarna viku hafa vinir okkar úr Ekrehagen skole, Tromsö í Noregi, dvalið í heimsókn hjá okkur; 17 nemendur og 7 fullorðnir. Við ferðuðumst vítt og breitt um Suðvesturhornið; fórum Gullna hringinn, til Vestmannaeyja, í Borgarnes og Reykholt. Við gistum saman í 2 nætur í safnaðarheimili kirkju sjöunda dags aðventista í Vestmannaeyjum, hvar vindurinn blés hressilega…

Nánar
29 mar'22

Kleinur til sölu – fjáröflun fyrir Vestmannaeyjaferð unglinganna

Á fimmtudaginn (31. mars 2022) ætla unglingar skólans (8.-10. bekkur) að baka kleinur og selja, til fjáröflunar fyrir Vestmannaeyjaferð þeirra í næstu viku. 10 kleinur í poka eru á 1.000 krónur. Þið megið panta með því að senda póst á solrun@sudurhlidarskoli.is eða með athugasemd á facebook og sækja þær svo í skólann, glænýjar og volgar…

Nánar
25 mar'22

Spil & Spakk

Loksins! Covid-takmarkanir eru hættar að hrella okkur og við fögnuðum því heldur betur í  gærkvöldi á Spil og Spakk kvöldi foreldrafélagsins. Það var svo gaman að hittast, spila saman, borða saman og eiga samfélag. Krökkunum fannst þetta æðislegt, foreldrunum fannst þetta æðislegt og starfsfólkinu fannst þetta æðislegt. Hvað meira er hægt að biðja um? Í…

Nánar
24 mar'22

Drullumallað í Kósýkoti

Með hækkandi sól og bráðnandi snjó koma skemmtilegir hlutir aftur í ljós, eins og moldin. Búdótið var því dregið fram í Kósýkoti í dag, við mikla gleði, og matreidd súkkulaðisúpa með snjókrapi í mörgum pottum.

Nánar
18 mar'22

Upplestrarkeppni Reykjavíkur

Við sendum með stolti 2 nemendur úr 7. bekk, þau Shelby Guðrúnu Benediktsdóttur og Davíð Heini Kárason, til þátttöku í Upplestrarkeppni Reykjavíkur, sem fram fór í Háteigskirkju í gær. Þar öttu þau kappi við nemendur úr 7 öðrum skólum borgarhlutans, samtals 16 keppendur. Þau stóðu sig alveg frábærlega og voru skólanum til mikilla sóma. Við…

Nánar