23 sep'25

5. nóvember – Jól í skókassa 2025

Eins og í mörg ár viljum við taka þátt í verkefninu Jól í skókassa.  Pökkunardagurinn okkar verður 5. nóvember.  Foreldrar og forráðamenn hafa í gegnum árin verið duglegir að koma með gjafir til að setja í kassana. Við setjum allar gjafir sem  nemendur koma með á svo kallaðan markað sem nemendur velja svo úr til…

Nánar
22 sep'25

Samfélagsþjónustuverkefni – ADRA

Nemendur Suðurhlíðarskóla hafa tekið þátt í hjálparstarfsverkefni ADRA í ár eins og svo oft áður. Þau hafa verið að læra um Úganda og aðstæður flóttafólks þar. Þau hafa gengið hús úr húsi og safnað frjálsum framlögum til að ADRA geti enn frekar hjálpað ungu fólki á svæðinu til iðnnáms svo þau geti búið sér og…

Nánar
03 feb'25

Afhending á pizzadeigi 5. feb

Nemendur og foreldrar 9. og 10. bekkjar hafa verið að selja pizzadeig til styrktar Noregsferðinni þeirra í vor. Pantanir verða afhentar miðvikudaginn 5. febrúar. 5. stk – 3000 kr. 10. stk – 5000 kr.

Nánar
05 jan'25

Skóli hefst eftir jólafrí

Skólinn hefst þann 6. janúar samkvæmt stundaskrá. Stundaskrár hafa tekið dálitlum breytingum sem hægt er að sjá á mentor.is Við hlökkum til að hitta alla nemendur og foreldra að nýju eftir vonandi gott frí.

Nánar
17 des'24

Kirkjujól Suðurhlíðarskóla

Föstudaginn 20. desember kl. 17:00 verður Jólasýning nemenda í kirkjunni við Ingólfsstræti 19.  Við köllum þessa stund Kirkjujól en þar flytja nemendur spunaleikþátt, upplestur og söng.  Þetta hefur verið hápunktur skólastarfsins frá upphafi.  Allir eru velkomnir!

Nánar
19 jún'24

Nýr skólastjóri Suðurhlíðarskóla

Undanfarin fimm ár hef ég gegnt stöðu skólastjóra Suðurhlíðarskóla, en  flyt  mig nú um set og leyfi öðrum taka við þessum frábæra skóla. Við erum svo lánsöm að Þóra Sigríður Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr skólastjóri Suðurhlíðarskóla, en hún lauk B.Ed í grunnskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands 1999 og meistaranámi í guðfræði 2009. Þóra Sigríður…

Nánar
10 des'23

Jólabingó 13. desember!

Miðvikudaginn 13. desember kl. 17-19 verður jólabingó fyrir 1.-10. bekk og fjölskyldur. eitt bingó spjald á 500 kr/þrjú á 1000 kr. Veitingar verða seldar á staðnum. Allskonar vinningar í boði! Hlökkum til að sjá ykkur.

Nánar