Mín framtíð, framhaldsskólakynning fyrir 9. og 10. bekk
Í dag fóru 9. og 10. bekkur skólans í rútuferð í Laugardalshöllina á sýninguna Mín framtíð. Mikið ofboðslega er þetta flott sýning og vel staðið að allri skipulagningu. Allir framhaldsskólar landsins eru með bása á sýningunni sem veita innsýn í það helsta sem hver og einn þeirra hefur upp á að bjóða. Ljóst er að…
NánarDagur stærðfræðinnar
14. mars er dagur stærðfræðinnar og hann bar upp í gær. Nokkrir herramenn úr 9. og 10. bekk höfðu undirbúið daginn vel um nokkurn tíma og tóku hann enda með trompi! Þeir klæddu sig upp í spariföt, mættu með heimabakaðar kökur handa bekkjarfélögum sínum og stóðu fyrir samsöng á Lofsöngnum eftir morgunbæn. Dagurinn náði svo…
NánarNemendaráð að störfum
Í skólanum viljum við ýta undir nemendalýðræði og þátttöku nemenda í skólastarfinu almennt. Þess vegna þykir okkur mjög mikilvægt að hafa öflugt nemendaráð – sem leggur sig fram um að hlusta á alla nemendur og gefur þeim tækifæri til að tjá sig. Í dag fóru fulltrúar nemendaráðs í heimsóknir í alla bekki og ræddu við…
NánarUpplestrarkeppnin í Suðurhlíðarskóla
Við höfum valið fulltrúa til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir skólans hönd í vor. Þátttaka í litlu keppninni okkar hér í skólanum í vikunni var mjög góð og starfsfólk skólans táraðist af stolti yfir öllum þessum vel lesandi börnum sem stigu á svið. Því miður takmarkast sæti okkar í stóru keppninni við 2…
Nánar7. bekkur skólans í 3. sæti stuttmyndasamkeppni Sexunnar
Þau gleðitíðindi bárust okkur í gær að 7. bekkur skólans hefði hreppt 3. sætið í stuttmyndasamkeppni Sexunnar með kvikmynd sinni Tælingu. Stuttmyndasamkeppnin er fyrir nemendur í 7. bekk á öllu landinu og er samstarfsverkefni fjölmargra aðila. Þema keppninnar er stafrænt ofbeldi og í gegnum myndirnar sýna nemendur hvað stafrænt ofbeldi er, hversu slæmt það er…
NánarChrome-tölvur komnar í hús
Mikil gleðisending barst okkur í síðustu viku; 25 stk Chrome-tölvur! Þær munu án efa hafa mikil áhrif á skólastarfið, sérstaklega á unglinastigi þar sem þær verða hvað helst notaðar. Við höfum lengi viljað bæta tækjakost skólans, því þó tölvurnar í tölvustofunni okkar séu góðar þá eru þær ekki nógu margar fyrir heilan bekk. Rýmið í…
NánarJólastundir fyrir jólafrí
Síðustu dagarnir fyrir jólafrí hafa verið alveg dásamlegir. Fyrst voru það litlu jólin, þar sem við sprelluðum og skemmtum okkur saman og svo var það hátíðlega stundin okkar í kirkjunni á Kirkjujólum. Það eru alveg dásamleg forréttindi að fá að ljúka árinu saman í kirkjunni; rifja upp söguna af því þegar Jesús kom í heiminn…
NánarTímasetningar litlu jóla og Kirkjujóla
Mánudaginn 19. desember eru litlu jól í Suðurhlíðarskóla Nemendur 1.-7. bekkjar mæta kl. 10-12. Jólatrésskemmtun, stofujól og veislumatur Kósýkot opnar kl. 8:00 og lokar kl. 16:30 Nemendur 8.-10. bekkjar mæta kl. 18:00-21:00. Hátíðarkvöldverður, pakkaleikur og sprell Þriðjudaginn 20. desember eru Kirkjujól Suðurhlíðarskóla í Aðventkirkjunni Ingólfsstræti Stundin hefst kl. 17:00 Nemendur mæta kl. 16:30 vegna undirbúnings…
NánarMeira um jólaundirbúninginn
Kannski er það því kennarar skólans eru svona mikil jólabörn – kannski er það því nemendurnir eru svona mikil jólabörn – við allavegana höfum verið dugleg að njóta aðventunnar og þá ekki síst þessa síðustu almennu skóladaga. Tveir vaskir hengdu upp fallega kransinn sem við fengum að gjöf, við þurftum að færa jólatréð inn í…
NánarUndirbúningur Kirkjujóla og jólamatur á torginu
Í desember snúast vinnustofur skólans alfarið um Kirkjujól, sem eru haldin hátíðleg síðasta skóladag fyrir jólafrí í Aðventkirkjunni Ingólfsstræti. Kirkjujól eru einn af hápunktum hvers vetrar og við leggjum mikið upp úr því að þau séu stund nemendanna. Allir sem þess óska fá tækifæri til að stíga á stokk og okkur er mikið í mun…
Nánar