Orð í verki – ADRA söfnun fyrir Eþíópíu og Úkraínu kl. 18-20 miðvikudaginn 21.9.2022
Suðurhlíðarskóli leggur ríka áherslu á samfélagsþjónustunám og á hverjum vetri tökum við þátt í 3 stórum verkefnum með það að markmiði að láta gott af okkur leiða. Það er okkur svo mikilvægt að allir átti sig á að þeir geta hjálpað – og margt smátt getur gert kraftaverk. Fyrsta samfélagsþjónustuverkefnið stendur yfir þessa dagana, en…
NánarFyrsta vikan – sáttmálagerð
Nýja skólaárið hér í Suðurhlíðarskóla hefur runnið heldur ljúft af stað þessa fyrstu daga. Kennarar allra hópa hafa lagt áherslu á að vinna með þarfirnar og hver bekkur hefur valið gildin sem eiga að einkenna bekkjarandann þeirra í vetur. Nokkrir hópar hafa þegar lagt lokahönd á bekkjarsáttmálann en aðrir hópar nýta næstu daga til að…
NánarSkólasetning mánudaginn 22. ágúst
Skólasetning Suðurhlíðarskóla verður mánudaginn 22. ágúst kl. 17:00. Við byrjum á sal og svo fer hver hópur í sína stofu með umsjónarkennaranum í stutta stund. Við hlökkum til að sjá alla nemendurna og foreldra þeirra við skólasetninguna. Kennsla hefst svo skv. stundaskrám þriðjudaginn 23. ágúst.
NánarSkólaslit og útskrift
Það er ávallt ljúfsár stund þegar við ljúkum skólaárinu og sendum nemendur okkar í sumarfrí. Flestir þeirra snúa sem betur fer aftur til okkar í haust; nokkrum sentímetrum stærri, útiteknir og reynslunni ríkari eftir ævintýri sumarsins – en einhverjir hverfa á vit nýrra ævintýra í nýju landi eða öðrum landshluta – og 10. bekkinganna bíða…
NánarUppáhalds dagur margra
Ef þið eruð ekki sannfærð nú þegar um að Suðurhlíðarskóli hafi allt að bera sem maður getur óskað sér í skóla, þá er best að þið fáið að vita aðeins um uppáhalds dag margra nemenda okkar. Daginn sem margir bíða eftir allan veturinn – og við höfum verið svo lánsöm að fá að endurtaka hann…
NánarHjólaferð í Elliðaárdalinn
Á vordögum er ótrúlega skemmtilegt að hjóla um Fossvogsdalinn og Elliðaárdalinn og mæta þeim fjölmörgu skólahópum sem leggja leið sína þar um í stórum hópum á hjólum. Við Elliðaárnar mátti finna marga mismunandi hópa í gær, sem höfðu komið sér fyrir á víð og dreif, en við náðum besta staðnum; fossinum í Indíánagili. Krakkarnir fengu…
NánarVorferð skólans á Reykjanes
Í dag leigðum við rútu og skelltum okkur í fræðslu- og skemmtirúnt um Reykjanesið. Guð blessaði okkur með góðu veðri (smá þoku reyndar, en það var í góðu lagi) en við vorum alls ekki tilbúin að fara heim þegar tíminn rann út, við hefðum alveg getað skoðað fallega staði og leikið okkur fram á nótt…
NánarMeira um útikennsluvikurnar okkar
Vorið er að sumra mati besti tíminn í skólanum; fuglasöngur, sólskin, heimsóknir í skóginn og fjöruna, kveikt upp í eldstæðinu og svakaleg stemning í útileikjum í frímínútum. Hér eru nokkrar myndir í viðbót frá dásamlegu fyrri úti-vinnustofu-vikunni okkar:
NánarSpil og spakk fellur niður í kvöld
Kæru foreldrar og vinir. Því miður fellur Spil og spakk niður í kvöld. Við hittumst bara næst í haust og spilum og borðum spaghettý saman. Kær kveðja, starfsfólk Suðurhlíðarskóla
NánarÍþróttadagur og úti-náttúrufræði í vinnustofum
Með hækkandi hitastigi og þéttari sólargeislum (kannski smá skýjum líka…) getum við ekki á okkur setið að eyða sem mestum tíma úti. Við finnum það svo greinilega núna hvað það var sem við söknuðum mest í Covid – að geta verið öll saman úti og leikið okkur. Það er enginn áhyggjufullur lengur þó hann snerti…
Nánar
