Skólaferðalag 9. og 10. bekkjar til Noregs

Annað hvert ár fara nemendur 9. og 10. bekkjar Suðurhlíðarskóla í skólaferðalag til Tromsö, Noregi, að heimsækja vinaskóla okkar þar, Ekrehagen.

Í ár var hópurinn skipaður 5 nemendum unglingastigs og umsjónarkennara.

Ferðin stóð yfir frá 23. – 31. maí. Við keyrðum um og skoðuðum undur náttúrunnar og landslag sem er á margan hátt líkt okkar eigin en á margan hátt ólíkt. Við eyddum tíma með unglingum Ekrehagen; fræddumst og skemmtum okkur saman.