Jól í skókassa

Suðurhlíðarskóli hefur um árabil tekið þátt í verkefninu Jól í skókassa, með afbragðs þátttöku nemenda og foreldra. Við erum þakklát og stolt af nemendum okkar sem leggja sig fram af örlæti um að útbúa jólagjöf handa barni í Úkraínu sem þeir hafa aldrei hitt.

Verkefnið er liður í þeirri stefnu skólans að leggja áherslu á viðfangsefni sem tengjast samfélaginu utan skólans og að bjóða nemendum upp á að leysa verkefni sem felast í þjónustu við aðra, t.d. með hjálparstarfi, umhverfisverndarverkefnum, átaksverkefnum, starfi með öldruðum eða nýsköpun.