Við óskum eftir dollum fyrir ræktun eldri nemenda

Eitt verkefna mið- og unglingastigs sem lýtur að sjálfbærni er ræktun matjurta sem verða nýttar í mötuneyti skólans í haust.

Nemendur okkar voru mjög duglegir við sáninguna og í sólskini síðastliðinna vikna hafa litlu fræin orðið að stæðilegum, plássfrekum plöntum.

Krakkarnir hafa margir verið duglegir að koma með plastdollur (t.d. undan skyri og jógúrti) en betur má ef duga skal og við óskum eftir enn fleiri ílátum svo við getum haldið áfram að umpotta plöntunum okkar.