Jólaskreytingardagurinn mikli

Á miðvikudaginn tókum við okkur hlé frá lærdómi og skreyttum skólann hátt og lágt. Mikið kapp var lagt á að skreyta sem mest og margir máttu ekki einu sinni vera að því að fara í frímínútur því þeir voru svo uppteknir af föndrinu og skrautinu.

Þessi dagur var svo sannarlega kærkominn fyrir okkur öll og áminning um að staldra við, njóta þess sem við höfum og gera okkur glaðan dag, þó lausnir á viðvarandi ástandi í þjóðfélaginu gangi hægar og verr en við vildum.