Jólahangikjötið

Kristjana matráður töfraði fram dýrindis hangikjöt fyrir nemendur og starfsfólk skólans í dag, líkt og hún hefur ávallt gert rétt fyrir jólin. Skólinn hefur ilmað af hangikjötinu frá því í gær og loksins fengum við að borða það núna í hádeginu. Grænkerarnir fengu dýrindis hnetusteik og brúna sósu.

Jólaundirbúningurinn er kominn á fullt skrið; Upptökum á kirkjujólum er að ljúka, piparkökuhúsagerð er í algleymi í heimilisfræðinni og búið að skreyta kennslustofur og ganga af mikilli natni.