Textílverk á ganginum

Okkur þykir svo gaman að monta okkur af duglegu nemendunum okkar. Í glerskápnum á ganginum hefur nýsaumuðum dýrum þeirra verið stillt upp svo við getum notið þeirra hér í skólanum. Þar sem foreldrar og utanaðkomandi eru víst ekki velkomnir inn í bygginguna (nema undir ströngum skilyrðum) getið þið notið sýningarinnar á meðfylgjandi myndum.