Páskakveðja

Kæru foreldrar/ forráðamenn.

Íþróttadagurinn og árshátíðin gengu ljómandi vel. Eins og öðrum grunnskólum á landinu var okkur gert að loka tveimur dögum fyrr en áætlað var, þannig að páskaföndrið verður að bíða betri tíma.  

Við óskum ykkur gleðilegra páska!  

Skólinn hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 7. apríl.
Þriðjudaginn 6. apríl er starfsdagur samkvæmt skóladagatali. 

 

Kær kveðja, 

Starfsfólk Suðurhlíðarskóla