Kosningar nemenda til skólaráðs

Á dögunum kusu nemendur skólans sína fulltrúa í skólaráð. Ákveðið var að nemendur 2.-7. bekkjar kysu sér einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa og nemendur 8.-10. bekkjar kysu sér sömuleiðis einn aðalfulltrúa og annan til vara.

Hart var slegist um sætin sem í boði voru og leitt að ekki gátu allir fengið sæti sem buðu sig fram, en við erum stolt af að hafa svo marga nemendur í skólanum okkar sem láta sig málin varða og eru óhræddir við að láta rödd sína heyrast.

Fulltrúar yngri nemendanna eru þeir Styrmir Snær Baldursson og Rafael Þór Hauksson (varamaður), báðir í 6. bekk skólans.

Fulltrúar eldri nemendanna eru þeir Jóhann Már Guðjónsson og Trausti Theodór Helgason (varamaður), báðir úr 8. bekk.

Saman skipa þessir fjórir drengir nemendaráð, sem kemur til með að funda reglulega, ræða við nemendurna í skólanum um óskir þeirra, breytingar og bætingar og beitir sér svo fyrir því sem nemendurnir telja mikilvægast hverju sinni. Við söknum þess óskaplega að hafa engar stúlkur í ráðinu þetta skiptið en vonum að það réttist af á næsta ári.

Rafael og Styrmir, fulltrúar 1.-6. bekkjar í skólaráði

Trausti og Jóhann, fulltrúar 7.-10. bekkjar í skólaráði