Ný stjórn nemendafélagsins

Í síðustu viku gengu nemendur 8.-10. bekkjar lokst til kosninga og kusu fulltrúa sína í stjórn nemendafélagsins.

Nemendafélagið á að sjá um skemmtilega viðburði innan og utan skóla, fyrir nemendur á öllum skólastigum. Mest áhersla hefur þó verið lögð á viðburði fyrir 8.-10. bekk undanfarin ár og svo mun vera áfram. Meðal stærstu verkefnanna sem bíða nýrrar stjórnar eru skipulagning litlu jóla unglinganna og undirbúningur árshátíðarinnar í apríl.

Stjórnin var sjálfkjörin í þetta skiptið og er vel skipuð ólíkum nemendum úr breiðum hópi nemenda okkar. Meðlimirnir eru eftirfarandi:

Formaður: Arna Rún Þórðardóttir
Gjaldkeri: Gylfi Þór Guðmannsson
Ritari: Matthías Guðni Elínarson
Meðstjórnandi: Kristiana Keren Gavinsdóttir Anthony
Meðstjórnandi: Lísa Margrét Jónasdóttir

Við óskum þeim öllum til hamingju með nýju hlutverkin og hlökkum til að fylgjast með störfum þeirra í vetur.