ADRA – nýjustu tölur

Nú er vika liðin frá því að nemendur skólans gengu í hús í hverfunum í kringum skólann og söfnuðu fé fyrir hjálparstarf ADRA. Fyrsta talning fór langt fram úr vonum okkar: vel ríflega 300.000 krónur!

Nú höfum við hins vegar talið aftur og eigum ekki orð yfir þátttöku fólks og velvild! Margir hafa nýtt sér þann kost að millifæra á hjálparreikninginn og talan er nú komin í 623.400 kr.

Auðvitað er enn hægt að millifæra (reikningur 101-26-130, kt. 410169-2589) – og við minnum líka á bóksölu 7. bekkjar (sjá í síðustu frétt og á Facebook)

Við erum auðmjúk og þakklát fyrir að fá að spila þetta veigamikla hlutverk í ADRA og biðjum Guð að blessa þann pening sem við skilum af okkur – megi hann svo sannarlega nýtast til góðs.