Baráttudagur gegn einelti

8. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Við brutum upp hefðbundið skólastarf þess vegna og fræddumst og æfðum okkur í jákvæðum samskiptum. Eftir hádegismat fóru svo allir niður á flötina fyrir aftan hús og mynduðu eitt stórt hjarta.

Það er sannarlega engin vanþörf á að staldra við og minna okkur á hvað það er mikilvægt að við berum virðingu hvert fyrir öðru. Við erum öll dýrmæt sköpun Guðs og höfum öll margt gott fram að færa til samfélagsins okkar.