Þemadagar í árshátíðarviku

Vikan 27.-31. mars er árshátíðarvika Suðurhlíðarskóla. Hæst bera leikar hjá okkur fimmtudaginn 30. mars þegar árshátíðir skólans fara fram, en við ætlum að fagna alla vikuna og gera okkur glaðan dag alla dagana.
- Á mánudaginn er brjálaður hárdagur. Þá hvetjum við alla til að skarta óvenjulegri hárgreiðslu – því frumlegri og skrýtnari greiðsla; því betra!
- Á þriðjudaginn er sumarþema. Þá ætlum við að koma klædd eins og við séum stödd í skínandi sól á miðju sumri.
- Á miðvikudaginn er bæjarstjóradagurinn. Ef ég væri bæjarstjóri – hvernig myndi ég þá klæða mig?
- Á fimmtudaginn eru árshátíðir 1.-7. bekkjar á skólatíma, árshátíðir 8.-10. bekkjar hefjast kl. 18:00 og lýkur kl. 20:30. Auðvitað mæta allir í sínu fínasta pússi.
- Á föstudaginn er náttfata/kósýfatadagur. Við komum klædd eins og okkur líður best og reynum að hafa það svolítið kósý.