Uncategorized

11 okt'22

Kleinur til sölu! Fjáröflun 9. & 10. bekkjar fyrir Noregsferð

Á fimmtudaginn, 13. október, ætla 9. og 10. bekkur að steikja kleinur hér í skólanum og selja. Tilgangurinn er að safna í ferðasjóðinn, en við hyggjum á ferð til Tromsø, Noregi, í apríl, að heimsækja vinaskóla okkar, Ekrehagen skole. 8 kleinur eru í hverjum poka og pokinn kostar 1.000 kr. Pantanir: sendið póst á solrun@sudurhlidarskoli.is…

Nánar
07 okt'22

Vel heppnuð ferð á Hlíðardalsskóla

Nemendur og starfsfólk 5.-10. bekkjar hoppaði upp í rútu á miðvikudagsmorgun og renndur í hlaðið á Hlíðardalsskóla. Þar áttum við saman virkilega ánægjulegar stundir í alls kyns hópefli, leikjum, sprelli og spjalli fram yfir hádegi á fimmtudag. Krakkarnir lærðu nýjan borðsálm og nýja borðsiði (bíða eftir að röðin kemur að þeim að fara í röð…

Nánar
28 sep'22

ADRA – nýjustu tölur

Nú er vika liðin frá því að nemendur skólans gengu í hús í hverfunum í kringum skólann og söfnuðu fé fyrir hjálparstarf ADRA. Fyrsta talning fór langt fram úr vonum okkar: vel ríflega 300.000 krónur! Nú höfum við hins vegar talið aftur og eigum ekki orð yfir þátttöku fólks og velvild! Margir hafa nýtt sér…

Nánar
22 sep'22

Bóksala 7. bekkjar til styrktar ADRA

7. bekkingar skólans hafa sett upp litla verlsun með notuðum (en vel með förnum) bókum. Hér meðfylgjandi má skoða úrvalið og ef þú hefur áhuga á að kaupa bók – eða fleiri – er best að þú sendir  Guðrúnu Láru, umsjónarkennara 7. bekkjar,  póst á gudrun@sudurhlidarskoli.is. Allur ágóði af bóksölunni rennur óskertur til ADRA, hjálparstarfs…

Nánar
26 ágú'22

Fyrsta vikan – sáttmálagerð

Nýja skólaárið hér í Suðurhlíðarskóla hefur runnið heldur ljúft af stað þessa fyrstu daga. Kennarar allra hópa hafa lagt áherslu á að vinna með þarfirnar og hver bekkur hefur valið gildin sem eiga að einkenna bekkjarandann þeirra í vetur. Nokkrir hópar hafa þegar lagt lokahönd á bekkjarsáttmálann en aðrir hópar nýta næstu daga til að…

Nánar
11 ágú'22

Skólasetning mánudaginn 22. ágúst

Skólasetning Suðurhlíðarskóla verður mánudaginn 22. ágúst kl. 17:00. Við byrjum á sal og svo fer hver hópur í sína stofu með umsjónarkennaranum í stutta stund. Við hlökkum til að sjá alla nemendurna og foreldra þeirra við skólasetninguna. Kennsla hefst svo skv. stundaskrám þriðjudaginn 23. ágúst.

Nánar
22 jún'22

Skólaslit og útskrift

Það er ávallt ljúfsár stund þegar við ljúkum skólaárinu og sendum nemendur okkar í sumarfrí. Flestir þeirra snúa sem betur fer aftur til okkar í haust; nokkrum sentímetrum stærri, útiteknir og reynslunni ríkari eftir ævintýri sumarsins – en einhverjir hverfa á vit nýrra ævintýra í nýju landi eða öðrum landshluta – og 10. bekkinganna bíða…

Nánar
03 jún'22

Uppáhalds dagur margra

Ef þið eruð ekki sannfærð nú þegar um að Suðurhlíðarskóli hafi allt að bera sem maður getur óskað sér í skóla, þá er best að þið fáið að vita aðeins um uppáhalds dag margra nemenda okkar. Daginn sem margir bíða eftir allan veturinn – og við höfum verið svo lánsöm að fá að endurtaka hann…

Nánar
03 jún'22

Hjólaferð í Elliðaárdalinn

Á vordögum er ótrúlega skemmtilegt að hjóla um Fossvogsdalinn og Elliðaárdalinn og mæta þeim fjölmörgu skólahópum sem leggja leið sína þar um í stórum hópum á hjólum. Við Elliðaárnar mátti finna marga mismunandi hópa í gær, sem höfðu komið sér fyrir á víð og dreif, en við náðum besta staðnum; fossinum í Indíánagili. Krakkarnir fengu…

Nánar
30 maí'22

Vorferð skólans á Reykjanes

Í dag leigðum við rútu og skelltum okkur í fræðslu- og skemmtirúnt um Reykjanesið. Guð blessaði okkur með góðu veðri (smá þoku reyndar, en það var í góðu lagi) en við vorum alls ekki tilbúin að fara heim þegar tíminn rann út, við hefðum alveg getað skoðað fallega staði og leikið okkur fram á nótt…

Nánar