Rúntur um Reykjanes
Fimmtudaginn 4.febrúar rúntaði Ferðamálaval um Reykjanesið í fallegu veðri. Reyndar var þó nokkur vindur en það gerist oft á þessum slóðum. Við stoppuðum í Grindavík, við Brimketil, Gunnuhver, Reykjanesvita og á Brúnni milli heimsálfa.
Þetta var frábær ferð í alla staði og gaman að fara þarna um með áhugasama nemendur.


