Stóra upplestrarkeppnin í Suðurhlíðarskóla

Í vikunni var Stóra upplestrarkeppnin haldin hér í Suðurhlíðarskóla. Tveir nemendur og einn til vara voru valdir úr góðum hópi til að keppa fyrir hönd skólans gegn 14 nemendum úr 8 öðrum skólum hverfisins, þann 11. mars í Háteigskirkju. Nú taka við miklar æfingar hjá þessum krökkum og við eigum ekki von á öðru en þau standi sig með mestum sóma.

Við óskum öllum þeim sem tóku þátt til hamingju með árangurinn.