Lestrarömmurnar mættar aftur til starfa

Í dag mættu lestrarömmurnar okkar aftur í skólann eftir alltof langa útlegð af völdum kórónuveirunnar. Lilja skólastjóri og Tobba kennari tóku vel á móti þeim og greinilega mátti sjá á fundargestum að allir voru glaðir og spenntir yfir því að geta tekið upp þráðinn að nýju.

Suðurhlíðarskóli væri ekki það sem hann er án okkar dyggðugu stuðningsaðila. Við erum svo þakklát fyrir framlag allra þeirra sem leggja hönd á plóg með einum eða öðrum hætti.