Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin er viðburður sem nemendum 7. bekkja á öllu landinu hefur staðið til boða að taka þátt í síðan 1996.
Suðurhlíðarskóli tók þátt í keppninni í ár, fimmtudaginn 11. mars í Háteigskirkju. Lesararnir okkar voru Jóhann Már og Kristíana Keren, en þau sigruðu innanhússkeppnina í skólanum okkar, sem haldin var fyrir stuttu.
Keppnin fór mjög vel fram, var formleg og skemmtileg. Nemendur lásu úr bókinni Kennarinn sem hvarf og ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk. Einnig fluttu nemendur ljóð að eigin vali.
Jóhann og Jana stóðu sig afskaplega vel og eru tveir af framúrskarandi lesurum Íslands, eins og tekið var fram í keppninni.