Perluverkefni 6.-10. bekkjar

Stærðfræði getur heldur betur verið skapandi, litrík og skemmtileg.

Verkefni vikunnar hjá 6.-10. bekk var að búa til Perluna. Útfærslan var alveg frjáls og unnið var í litlum hópum svo útkoman varð allavegana. Einhverjir metnaðarfullir völdu að baka Perluna og skreyta, aðrir gerðu úr leir, sumir úr pappír og enn aðrir notuðu heldur óhefðbundnari hráefni.

Við (nemendur og starfsfólk) vorum svo heppin í dag að fá að gæða okkur á þessum stórkostlegu Perlukökum sem sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Þær voru allar eins góðar og þær voru fallegar.