Þakkir frá Samhjálp

Við fengum skemmtilegan póst frá Samhjálp sl. föstudag og fengum leyfi til að deila honum áfram. Við viljum að þakkirnar berist öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu með okkur – með matargjöfum, vinnuframlagi, bænum eða annars konar stuðningi.
Hæ hæ
Mig langaði bara að deila með ykkur morgunmatunum þennan morguninn hér á Kaffistofunni.
Ómæææ hvað þetta er girnilegt. Notuðum nánast eingöngu það sem þið komuð með fyrir okkur.
Þakklæti þakklæti þakklæti.. ÞIÐ ERUÐ ÆÐI
Okkar skjólstæðingar eru yfir sig hamingjusamir þennan morguninn og finnst allt svo rooosa gott.
TAKK TAKK TAKK
Bestu kveðjur,
Rósý Sigþórsdóttir
Verkefnastjóri Kaffistofu Samhjálpar