Heimsóknir á Alþingi

Það hefur verið líf og fjör í skólanum í kringum kosninga-vinnustofuna sem hefur staðið yfir undanfarnar vikur. Hóparnir eru í óða önn að undirbúa sínar eigin kosningar og segja má að hiti sé farinn að færast í leikinn hjá mörgum.

Það var kærkomið eftir alla innivinnuna að bregða okkur af bæ, í vettvangsferð á Alþingi. Fræðslustjóri Alþingis tók á móti öllum okkar nemendahópum með vandaðri og skemmtilegri kynningu og krakkarnir okkar fengu mikið hrós fyrir umtalsverða þekkingu á núverandi flokkum Alþingis.

Við erum svakalega stolt af þessum krökkum! Þau eru óhrædd við að mynda sér skoðanir, tjá sig og standa með sjálfum sér. Þau voru til fyrirmyndar í allri hegðun og þátttöku í heimsókninni, hver veit nema Alþingismenn framtíðarinnar leynist í þessum flotta hóp.