Orð í verki – ADRA

Á mánudaginn hófust þemadagar hjá okkur og er þemað eitt af þeim samfélagsverkefnum sem við vinnum í skólanum undir yfirskriftinni Orð í verki og tengist einnig markmiðum Sameinuðu þjóðanna – Öll börn í öllum löndum í skóla! Þetta þema vinnum við í samstarfi við ADRA, sem er alþjóðlegt hjálparstarf Aðvenkirkna. Í ár hefur ADRA sett áhersluna á Mjanmar, svo nemendur okkar læra um landið, menningu og aðstæður fólksins sem þar býr.
Við veltum fyrir okkur hvernig við getum haft áhrif og um leið söfnum við pening til að styrkja hjálparstarf ADRA í Mjanmar, sem gengur út á að veita börnum möguleika á menntun svo lífsgæði þeirra verði betri.
Miðvikudaginn 22. september munu nemendur skólans ganga í hús með bauka og safna fé fyrir skólauppbyggingu í Mjanmar.
Einnig bjóðum við upp á millifærslur á ADRA Ísland; kt. 410169-2589, reikn. 101-26-130.
Hér er slóð á kynningarmyndband sem unnið var í Noregi:
Vonandi getum við öll hjálpað til á einhvern hátt.