Opið hús

Við fögnuðum komandi haustfríi með því að leyfa nemendum okkar að bjóða nánustu fjölskyldu á opið hús í skólanum. Þar fluttu nemendurnir kynningar á verkefnum og sýndu ýmsan afrakstur þess sem þau hafa unnið að frá skólabyrjun.

Það var alveg frábært að geta loksins boðið foreldrum, systkinum og ömmum og öfum að kíkja inn fyrir þröskuldinn, hitta hvert annað og taka smá spjall.

Unglingastigið nýtti tækifærið, bakaði súkkulaðimuffins og seldi/gaf gestum gegn frjálsu framlagi og safnaði í ferðasjóðinn sinn. Einhverjir gáfu ansi rausnarlega og unglingarnir þakka kærlega fyrir öll framlög – stór sem smá.

Kennarar og nemendur fara stoltir inn í haustfríið og hlakka til að halda áfram allri góðu vinnunni þegar fríinu lýkur.