Bjössi sax í heimsókn

Á dögunum fengum nemendur 2.-6. bekkjar skemmtilega heimsókn í tónmenntatíma frá Birni Kristinssyni saxófónleikara, sem oftast gengur undir nafninu Bjössi sax.

Björn kynnti hljóðfærið sitt, í hvaða flokki hljóðfæra það er, hvernig það virkar og hvernig það hljómar. Krakkarnir fengu að spila með honum og spyrja hann spurninga um hljóðfærið og tónlist. Það var gaman að sjá hvað allir voru áhugasamir og fróðleiksfúsir.

Bjössi er fyrrum nemandi skólans, einn þeirra sem hefur haldið góðum tengslum við okkur eftir útskrift og er ávallt viljugur að leggja hönd á plóg ef þarf, ávallt með gleðibrosi. Við þökkum honum kærlega fyrir heimsóknina.