Fréttir
Íslenskuverðlaun unga fólksins
Í dag veitti bókmenntaborgin Reykjavík íslenskuverðlaun unga fólksins. Verðlaunaafhendingin fór fram í Hörpu þar sem Vigdís Finnbogadóttir heiðraði samkomuna með nærveru sinni. Íslenskuverðlaunin er veitt nemendum í grunnskólunum í Reykjavík sem hafa skarað framúr í íslensku. Þær Veniz og Amber voru á meðal þeirra nemenda sem heiðraðar voru í Hörpu í dag. Veniz fyrir góðan…
NánarViðbrögð vegna veðurs og færðar 29. október 2025
Vegna óvissu með veður og færð á morgun, miðvikudaginn 29. október, er fólk beðið að fylgjast með fréttum í fyrramálið áður en börn eru send af stað í skóla. Vinsamlegast látið okkur vita um forföll með tölvupósti.
NánarKirkjujól Suðurhlíðarskóla
Föstudaginn 20. desember kl. 17:00 verður Jólasýning nemenda í kirkjunni við Ingólfsstræti 19. Við köllum þessa stund Kirkjujól en þar flytja nemendur spunaleikþátt, upplestur og söng. Þetta hefur verið hápunktur skólastarfsins frá upphafi. Allir eru velkomnir!
NánarNýr skólastjóri Suðurhlíðarskóla
Undanfarin fimm ár hef ég gegnt stöðu skólastjóra Suðurhlíðarskóla, en flyt mig nú um set og leyfi öðrum taka við þessum frábæra skóla. Við erum svo lánsöm að Þóra Sigríður Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr skólastjóri Suðurhlíðarskóla, en hún lauk B.Ed í grunnskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands 1999 og meistaranámi í guðfræði 2009. Þóra Sigríður…
NánarSkólaslit og útskrift miðvikudaginn 7. júní kl. 17:00
Skólaslit Suðurhlíðarskóla og útskrift 10. bekkinga verða í sal skólans miðvikudaginn 7. júní kl. 17:00. Útskriftarnemendur bjóða upp á léttar veitingar að athöfn lokinni.
NánarÁrshátíð
Í gær var árshátíð hér í Suðurhlíðarskóla. Henni var tvískipt: 1.-7. bekkur fagnaði prúðbúinn fyrri hluta dagsins og 8.-10. bekkur mætti galvaskur um kvöldverðarleytið. Hér var mikið sprell og húllum hæ allan daginn. Unglingarnir komu allir klæddir sem ,,látinn, frægur einstaklingur” og virkilega gaman að sjá hugmyndaauðgina hjá þeim. Árshátíðin okkar er smá í sniðum…
NánarÞemadagar í árshátíðarviku
Vikan 27.-31. mars er árshátíðarvika Suðurhlíðarskóla. Hæst bera leikar hjá okkur fimmtudaginn 30. mars þegar árshátíðir skólans fara fram, en við ætlum að fagna alla vikuna og gera okkur glaðan dag alla dagana. Á mánudaginn er brjálaður hárdagur. Þá hvetjum við alla til að skarta óvenjulegri hárgreiðslu – því frumlegri og skrýtnari greiðsla; því betra!…
NánarMín framtíð, framhaldsskólakynning fyrir 9. og 10. bekk
Í dag fóru 9. og 10. bekkur skólans í rútuferð í Laugardalshöllina á sýninguna Mín framtíð. Mikið ofboðslega er þetta flott sýning og vel staðið að allri skipulagningu. Allir framhaldsskólar landsins eru með bása á sýningunni sem veita innsýn í það helsta sem hver og einn þeirra hefur upp á að bjóða. Ljóst er að…
NánarDagur stærðfræðinnar
14. mars er dagur stærðfræðinnar og hann bar upp í gær. Nokkrir herramenn úr 9. og 10. bekk höfðu undirbúið daginn vel um nokkurn tíma og tóku hann enda með trompi! Þeir klæddu sig upp í spariföt, mættu með heimabakaðar kökur handa bekkjarfélögum sínum og stóðu fyrir samsöng á Lofsöngnum eftir morgunbæn. Dagurinn náði svo…
NánarNemendaráð að störfum
Í skólanum viljum við ýta undir nemendalýðræði og þátttöku nemenda í skólastarfinu almennt. Þess vegna þykir okkur mjög mikilvægt að hafa öflugt nemendaráð – sem leggur sig fram um að hlusta á alla nemendur og gefur þeim tækifæri til að tjá sig. Í dag fóru fulltrúar nemendaráðs í heimsóknir í alla bekki og ræddu við…
Nánar
