Fréttir

21 des'22

Jólastundir fyrir jólafrí

Síðustu dagarnir fyrir jólafrí hafa verið alveg dásamlegir. Fyrst voru það litlu jólin, þar sem við sprelluðum og skemmtum okkur saman og svo var það hátíðlega stundin okkar í kirkjunni á Kirkjujólum. Það eru alveg dásamleg forréttindi að fá að ljúka árinu saman í kirkjunni; rifja upp söguna af því þegar Jesús kom í heiminn…

Nánar
16 des'22

Tímasetningar litlu jóla og Kirkjujóla

Mánudaginn 19. desember eru litlu jól í Suðurhlíðarskóla Nemendur 1.-7. bekkjar mæta kl. 10-12. Jólatrésskemmtun, stofujól og veislumatur Kósýkot opnar kl. 8:00 og lokar kl. 16:30 Nemendur 8.-10. bekkjar mæta kl. 18:00-21:00. Hátíðarkvöldverður, pakkaleikur og sprell Þriðjudaginn 20. desember eru Kirkjujól Suðurhlíðarskóla í Aðventkirkjunni Ingólfsstræti Stundin hefst kl. 17:00 Nemendur mæta kl. 16:30 vegna undirbúnings…

Nánar
16 des'22

Meira um jólaundirbúninginn

Kannski er það því kennarar skólans eru svona mikil jólabörn – kannski er það því nemendurnir eru svona mikil jólabörn – við allavegana höfum verið dugleg að njóta aðventunnar og þá ekki síst þessa síðustu almennu skóladaga. Tveir vaskir hengdu upp fallega kransinn sem við fengum að gjöf, við þurftum að færa jólatréð inn í…

Nánar
09 des'22

Undirbúningur Kirkjujóla og jólamatur á torginu

Í desember snúast vinnustofur skólans alfarið um Kirkjujól, sem eru haldin hátíðleg síðasta skóladag fyrir jólafrí í Aðventkirkjunni Ingólfsstræti. Kirkjujól eru einn af hápunktum hvers vetrar og við leggjum mikið upp úr því að þau séu stund nemendanna. Allir sem þess óska fá tækifæri til að stíga á stokk og okkur er mikið í mun…

Nánar
09 nóv'22

Baráttudagur gegn einelti

8. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Við brutum upp hefðbundið skólastarf þess vegna og fræddumst og æfðum okkur í jákvæðum samskiptum. Eftir hádegismat fóru svo allir niður á flötina fyrir aftan hús og mynduðu eitt stórt hjarta. Það er sannarlega engin vanþörf á að staldra við og minna okkur á hvað það er mikilvægt…

Nánar
28 sep'22

ADRA – nýjustu tölur

Nú er vika liðin frá því að nemendur skólans gengu í hús í hverfunum í kringum skólann og söfnuðu fé fyrir hjálparstarf ADRA. Fyrsta talning fór langt fram úr vonum okkar: vel ríflega 300.000 krónur! Nú höfum við hins vegar talið aftur og eigum ekki orð yfir þátttöku fólks og velvild! Margir hafa nýtt sér…

Nánar
25 mar'21

Páskakveðja

Kæru foreldrar/ forráðamenn. Íþróttadagurinn og árshátíðin gengu ljómandi vel. Eins og öðrum grunnskólum á landinu var okkur gert að loka tveimur dögum fyrr en áætlað var, þannig að páskaföndrið verður að bíða betri tíma.   Við óskum ykkur gleðilegra páska!   Skólinn hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 7. apríl. Þriðjudaginn 6. apríl er starfsdagur samkvæmt skóladagatali.   …

Nánar
23 mar'21

Þakkir frá Samhjálp

Við fengum skemmtilegan póst frá Samhjálp sl. föstudag og fengum leyfi til að deila honum áfram. Við viljum að þakkirnar berist öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu með okkur – með matargjöfum, vinnuframlagi, bænum eða annars konar stuðningi. Hæ hæ  Mig langaði bara að deila með ykkur morgunmatunum þennan morguninn hér á Kaffistofunni. Ómæææ…

Nánar