Nýir meðlimir skólans

Þær kúra sig saman inni í rörinu og sofa

Sl. mánudag mættu nýir meðlimir í skólann og hafa þær hlotið þær hjartnæmustu og innilegustu móttökur sem hægt er að hugsa sér. Um er að ræða 2 litlar dverghamstrasystur, rétt tæplega 2 mánaða, sem við fengum gefins frá Dýragarðinum Slakka. Þær eru enn að venjast nýja umhverfinu sínu svo við erum ekki farin að leika við þær enn, en þess er beðið með mikilli óþreyju að fá að taka þær út og klappa þeim. Þær veita þó mikla gleði þó þær séu bara inni í búrinu, jafnvel þó þær liggi bara og sofi mest allan daginn.

Við tókum öll þátt í að velja nöfn á systurnar með lýðræðislegri kosningu, en það voru nöfnin Þruma og Elding sem hlutu flest atkvæðin. Önnur systirin er frekar róleg, hún fær nafnið Þruma, hin er frekar ör og vill meira hlaupa um, hún fær nafnið Elding. Elding er ögn dekkri en Þruma.

Það koma fleiri myndir af Þrumu og Eldingu þegar þær eru til í að vakna og stilla sér upp, en þangað til verður þessi eina að duga (þær eru þarna, sofandi inni í rörinu)

Við þökkum Dýragarðinum Slakka enn og aftur fyrir gjöfina og lofum að sinna Þrumu og Eldingu af ást og umhyggju.

P.s. Við eigum eftir að græja búrið aðeins betur upp, það verður vonandi allt klárt eftir vetrarfríið.Þær kúra sig saman inni í rörinu og sofa