Fréttir

15 okt'20

ADRA söfnunin

Það má með sanni segja að allir hafi lagst á eitt í ADRA verkefninu sem Suðurhlíðarskóli tók þátt í! Við settum markið hátt, þrátt fyrir ýmsar hindranir vegna COVID-19, og viti menn…  fórum langt fram úr okkar björtustu vonum! Nemendur okkar, með sína skapandi hugsun, komu með afar skemmtilega uppástungu sem hrundið var í framkvæmd.…

Nánar
05 okt'20

Þátttaka í hjálparstarfi, samfélagsþjónusta

Eitt af gildum Suðurhlíðarskóla er þjónusta. Orðið er víðtækt og stendur bæði fyrir þjónustuna sem við viljum veita nemendum okkar en einnig þá þjónustu sem við getum veitt út í samfélagið. Í Biblíunni er mikið talað um þjónustu og þá sérstaklega gagnvart þeim sem minna mega sín. Við erum svo lánsöm að fá á hverju…

Nánar
25 sep'20

Ólympíuhlaupið 2020

Yngri bekkir skólans tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í vikunni. Markmið hlaupsins er að fá krakka til að hreyfa sig og það má með sanni segja að krakkarnir í Suðurhlíðarskóla hafi margir hverjir sýnt framúrskarandi hæfni í jákvæðni, þátttöku og hvatningu í þessu skemmtilega verkefni. Til að undirstrika að þetta væri ekki keppni milli krakkanna…

Nánar
03 sep'20

Sultugerð

Þeir nemendur skólans sem eru í heimilisfræði á haustönn hafa nú sultað rúmlega 10 kg af stikilsberjum. Í næstu viku nota þau sultuna í hjónabandssælur. Við viljum hvetja til sjálfbærni og þess að nýta það sem jörðin gefur. Vonandi kemur að því einhvern daginn að við getum gróðursett okkar eigin berjarunna hér á lóðinni –…

Nánar
03 sep'20

Fyrstu dagar að hausti

Fyrstu daga nýs skólaárs nýtum við að jafnaði í að þjálfa okkur í uppbyggingarstefnunni. Allir kennarar og nemendur skólans taka þátt í þeirri vinnu; við rýnum í þarfirnar okkar, skoðum og skilgreinum hlutverk okkar í skólasamfélaginu og búum til bekkjarsáttmála. Í ár saumuðu allir nemendur sér poka í fatahengið í tengslum við þemað. Við viljum…

Nánar
20 ágú'20

Skólasetning 2020

Sökum aðstæðna í samfélaginu af völdum COVID-19 verður skólasetning þetta haustið með breyttu sniði. Nemendur mæta á sal skólans MÁNUDAGINN 24. ÁGÚST sem hér segir: 1.-4. bekkur kl. 15:00 5. bekkur kl. 16:00 6.-8. bekkur kl. 17:00 9. og 10. bekkur kl. 18:00 Til að tryggja 2 m regluna eru eingöngu tveir foreldrar/forráðamenn  velkomnir með…

Nánar
08 júl'20

Sumarleyfi

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 1. Júlí og opnar aftur að loknu  sumarleyfi  4. ágúst. Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst 2020. Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra í ágúst. Starfsfólk Suðurhlíðarskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á liðnu skólaári. Sumarkveðja, Starfsfólk Suðurhlíðarskóla

Nánar
16 apr'20

Foreldraviðtöl mánudaginn 4. maí

Mánudaginn 4. maí fara fram nemenda- og foreldraviðtöl í skólanum, en sökum COVID19 bjóðum við eingöngu upp á net- og símaviðtöl að þessu sinni. Foreldrar geta skráð sig í viðtal á Mentor og umsjónarkennarar hafa svo samband varðandi nánari útfærslu. Undanfarnar vikur höfum við stytt viðveru eldri nemenda í skólanum vegna COVID-19 en þriðjudaginn 5.…

Nánar
04 nóv'19

Jól í skókassa

Suðurhlíðarskóli hefur um árabil tekið þátt í verkefninu Jól í skókassa, með afbragðs þátttöku nemenda og foreldra. Við erum þakklát og stolt af nemendum okkar sem leggja sig fram af örlæti um að útbúa jólagjöf handa barni í Úkraínu sem þeir hafa aldrei hitt. Verkefnið er liður í þeirri stefnu skólans að leggja áherslu á…

Nánar
01 jún'19

Skólaferðalag 9. og 10. bekkjar til Noregs

Annað hvert ár fara nemendur 9. og 10. bekkjar Suðurhlíðarskóla í skólaferðalag til Tromsö, Noregi, að heimsækja vinaskóla okkar þar, Ekrehagen. Í ár var hópurinn skipaður 5 nemendum unglingastigs og umsjónarkennara. Ferðin stóð yfir frá 23. – 31. maí. Við keyrðum um og skoðuðum undur náttúrunnar og landslag sem er á margan hátt líkt okkar…

Nánar