Uncategorized

11 mar'22

Vísindi og tækni – lok vinnustofulotu og opið hús

Það var aldeilis glatt á hjalla í Suðurhlíðarskóla í dag. Covid er ekki lengur að þvælast fyrir, svo við gátum boðið foreldrum að kíkja á alveg stórkostlega vísindasýningu nemendanna. Það var svo gaman að hitta alla; líf og fjör, alveg eins og við viljum hafa það! Allir nemendur skólans hafa sl. 7 vikur unnið með…

Nánar
10 mar'22

Opið hús í dag: Vísindi og tækni

Í dag verður opið hús fyrir foreldra og forráðamenn kl. 12:00 – 13:10. Þar munu nemendur skýra frá tilraunum sem þau hafa gert í vinnustofunni Vísindi og tækni, sem hefur staðið yfir sl. 2 vikur. Gestir fá tækifæri til að ganga á milli hópanna og ræða við nemendur. Við vonumst til að sjá sem flesta.

Nánar
02 mar'22

Bollu- sprengi- og öskudagurinn: Hátíð í skólanum!

Það er svo gaman að geta gert sér dagamun – sérstaklega í gráum skammdegissuddanum, hálkunni og kuldanum sem hefur herjað á okkur undanfarið. Við leggjum öllu jafna mikið upp úr þessum hátíðardögum hér í skólanum; unglingarnir baka vatnsdeigsbollur handa öllum á bolludag og við fáum fiskibollur í hádegismatinn. Á sprengidag matreiðir Kristjana dýrindis saltkjöt handa…

Nánar
01 mar'22

Pangea stærðfræðikeppnin

Við bara verðum að monta okkur af því að í morgun fengum við þær skemmtilegu fréttir að 4 nemendur skólans hafi komist áfram í Pangea stærðfræðikeppninni. Pangea stærðfræðikeppnin er haldin á hverri vorönn og þátttakendur eru nemendur 8. og 9. bekkja af öllu landinu. Næsta próf verður lagt fyrir 17. mars og þá komast 40…

Nánar
09 feb'22

Undirbúningur hafinn fyrir heimsókn vina okkar frá Noregi

Nú er formlegur undirbúningur hafinn fyrir komu vina okkar frá Ekrehagen-skole í Noregi. Sökum heimsfaraldursins eru nú komin 4 frá því þau heimsóttu okkar síðast, en venjan er að þau komi annað hvert ár. Árin sem þau koma ekki til okkar, förum við vanalega til þeirra, til Tromsø. Þar sem stórt skarð hefur verið hoggið…

Nánar
06 feb'22

Skólahald fellur niður mánudaginn 7. febrúar, sökum veðurs

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun mánudag sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Þó svo veður verði skaplegt á morgun og veðurviðvaranir ekki til staðar, þá…

Nánar
04 feb'22

Mílan

Alla mánudaga og fimmtudaga, fyrir mat, fara nemendur og starfsfólk skólans eina mílu. Í boði er að ganga, skokka eða hlaupa – hvað sem hverjum og einum hugnast. Leiðin liggur frá skólalóðinni, í gegnum Fossvogskirkjugarð, út að grenndarskóginum okkar og meðfram sjónum aftur til baka í skólann. Leiðin er 1,6 km sem er akkúrat ein…

Nánar
28 jan'22

Heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands

Við fórum í svo skemmtilega heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands í tengslum við eðlisfræði-vinnustofuna okkar sem nú stendur yfir. Fyrst fengum við fræðslu og tókum þátt í litlum tilraunum, svo fengum við að ganga laus um og prófa alls konar spennandi tæki og tól. Það var varla hægt að ná krökkunum heim aftur, þau voru…

Nánar
25 jan'22

Sprengju-Steinunn með lifandi efnafræðikennslu

Eftir þungan bókalestur; fullt af nýjum hugtökum, kenningum og fróðleik í vinnustofu, var aldeilis skemmtilegt þegar Steinunn Theodórsdóttir smellti á sig ofnhönskum og framkvæmdi tilraun með þurrís og alkóhóli til að greina geimryk. Tilraunin heppnaðist alveg með ágætum en toppurinn var án efa þegar Steinunn bauð nemendum skólans upp á þurrís út í vatnið með…

Nánar
18 jan'22

Skautaferð nemendafélagsins

Fyrir jól stóð nemendafélagið fyrir skautaferð 8.-10. bekkjar í Egilshöll. Þar sem lítið hefur almennt verið um viðburði á vegum skólans og nemendafélagsins síðastliðin misseri var þetta kærkomin skemmtun. Það var ágæt mæting; 5 strákar, 1 stelpa og 1 kennari. Þessa dagana og vikurnar hefur nemendafélagið hægt um sig, bíður eftir bjartari dögum og yljar…

Nánar