Fréttir

17 mar'21

Orð í verki

Eitt af megingildum Suðurhlíðarskóla er þjónusta. Þess vegna höfum við innleitt 3 góðverkadaga undir heitinu Orð í verki, en þá vinnur allur skólinn saman að ákveðnu verkefni í þjónustu við samfélagið. Í ár ákváðum við að styrkja Samhjálp, sem vinnur virkilega göfugt starf alla daga í þjónustu við þá sem minna mega sín.  Dásemdin okkar hún…

Nánar
12 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin er viðburður sem nemendum 7. bekkja á öllu landinu hefur staðið til boða að taka þátt í síðan 1996. Suðurhlíðarskóli tók þátt í keppninni í ár, fimmtudaginn 11. mars í Háteigskirkju. Lesararnir okkar voru Jóhann Már og Kristíana Keren, en þau sigruðu innanhússkeppnina í skólanum okkar, sem haldin var fyrir stuttu. Keppnin fór…

Nánar
04 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin í Suðurhlíðarskóla

Í vikunni var Stóra upplestrarkeppnin haldin hér í Suðurhlíðarskóla. Tveir nemendur og einn til vara voru valdir úr góðum hópi til að keppa fyrir hönd skólans gegn 14 nemendum úr 8 öðrum skólum hverfisins, þann 11. mars í Háteigskirkju. Nú taka við miklar æfingar hjá þessum krökkum og við eigum ekki von á öðru en…

Nánar
04 feb'21

Ferðamálaval

Fimmtudaginn 28. janúar fengu nemendur í 9. og 10. bekk að heimsækja Björgunarsveitina Ársæl. Sigurður Jónson og Svanhvít Helga Rúnarsdóttir tóku á móti okkur. Farið var yfir starfsemi sveitarinnar og nemendur fengu að skoða bifreiðar og annan útbúnað. Það var gaman að sjá hversu áhugasamir nemendur voru og duglegir að spyrja. Við þökkum Björgunarsveitinni Ársæli…

Nánar
14 des'20

Textílverk á ganginum

Okkur þykir svo gaman að monta okkur af duglegu nemendunum okkar. Í glerskápnum á ganginum hefur nýsaumuðum dýrum þeirra verið stillt upp svo við getum notið þeirra hér í skólanum. Þar sem foreldrar og utanaðkomandi eru víst ekki velkomnir inn í bygginguna (nema undir ströngum skilyrðum) getið þið notið sýningarinnar á meðfylgjandi myndum.

Nánar
13 nóv'20

Jól í skókassa 2020

Líkt og fyrri ár tók Suðurhlíðarskóli þátt í verkefninu Jól í skókassa. Jól í skókassa er verkefni á vegum KFUM&KFUK sem gengur út á að fá fólk til að útbúa jólagjöf handa barni í Úkraínu, en þar glíma margir við sára fátækt, mörg börn búa á munaðarleysingjaheimilum og allt of mörg börn þar fá enga…

Nánar
11 nóv'20

Starfsfólk skólans á GLS

Þátttaka á GLS, alþjóðlegu, kristilegu leiðtogaráðstefnunni, er orðin rótgróin hefð í starfsmannahóp Suðurhíðarskóla. Í ár var ráðstefnan með rafrænum hætti, svo við komum okkur vel fyrir í skólanum og leyfðum einhverjum bestu ræðumönnum okkar tíma að fylla á andlega tankinn okkar með fjölbreyttum erindum. Við finnum hvað þátttaka í þessari ráðstefnu er mikilvæg fyrir okkur…

Nánar
21 okt'20
Þær kúra sig saman inni í rörinu og sofa

Nýir meðlimir skólans

Sl. mánudag mættu nýir meðlimir í skólann og hafa þær hlotið þær hjartnæmustu og innilegustu móttökur sem hægt er að hugsa sér. Um er að ræða 2 litlar dverghamstrasystur, rétt tæplega 2 mánaða, sem við fengum gefins frá Dýragarðinum Slakka. Þær eru enn að venjast nýja umhverfinu sínu svo við erum ekki farin að leika…

Nánar
15 okt'20

ADRA söfnunin

Það má með sanni segja að allir hafi lagst á eitt í ADRA verkefninu sem Suðurhlíðarskóli tók þátt í! Við settum markið hátt, þrátt fyrir ýmsar hindranir vegna COVID-19, og viti menn…  fórum langt fram úr okkar björtustu vonum! Nemendur okkar, með sína skapandi hugsun, komu með afar skemmtilega uppástungu sem hrundið var í framkvæmd.…

Nánar
05 okt'20

Þátttaka í hjálparstarfi, samfélagsþjónusta

Eitt af gildum Suðurhlíðarskóla er þjónusta. Orðið er víðtækt og stendur bæði fyrir þjónustuna sem við viljum veita nemendum okkar en einnig þá þjónustu sem við getum veitt út í samfélagið. Í Biblíunni er mikið talað um þjónustu og þá sérstaklega gagnvart þeim sem minna mega sín. Við erum svo lánsöm að fá á hverju…

Nánar